Kínverska fréttastofan Xinhua sagði í dag að tala látinna í jarðskjálftanum mikla gæti farið yfir 50 þúsund.
Fréttastofan hefur þetta eftir talsmanni björgunarmiðstöðvarinnar. Yfir 20 þúsund dauðsföll hafa þegar verið skráð eftir jarðskjálftann sem var 7.9 á Richter kvarða.
Tugþúsundir til viðbótar eru sagðir vera enn grafnir í húsarústum í Sichuan héraði.
Stjórnvöld í Kína ákváðu í dag að senda 30 þúsund hermenn til viðbótar til björgunarstarfa.
Þar með eru samtals 80.000 hermenn að störfum á svæðinu.
Einnig verða sendir tugir þyrlna og stórvirk vinnutæki.