Um hvað er deilt? Þorsteinn Pálsson skrifar 27. júlí 2008 08:00 Óskir um að Alþingi komi saman vegna efnahagsmála gefa tilefni til að velta upp tveimur spurningum til þess að sjá þau mál í hnotskurn. Annars vegar: Á hvaða sviðum geta stjórnvöld beitt sér? Og hins vegar: Um hvað er deilt? Úr sögunni eru þær aðstæður að unnt sé að grípa inn í rás atburða með aðgerðalista upp á margar blaðsíður frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. Nú er það fyrst og fremst heildarstefna á þremur sviðum sem máli skiptir. Það eru: Peningamál, orkunýting og ríkisfjármál. Á sviði peningamála virðist vera breið samstaða allra flokka að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans með lántöku til þess að losa um lánsfjárkreppuna og auðvelda bönkunum að veita súrefni inn í atvinnulífið. Stjórnarandstaðan gagnrýnir á hinn bóginn stjórnina fyrir að hafa dregið að nýta heimildir sem hún hefur þegar fengið til frekari ráðstafana á því sviði. Segja má að gleggri skýringar á tímasetningu væru þarfar. Um aðferðafræði Seðlabankans hefur forsætisráðherra sagt að senn sé tímabært að endurskoða peningastefnuna í heild. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst afdráttarlausum skoðunum um breytingar. Aðrir flokkar hafa lýst óánægju með háa vexti en ekki tekið af skarið um hvort breyta eigi aðferðafræðinni. Umræðan bendir því ekki til að djúpstæður ágreiningur sé um þetta viðfangsefni. En að því kemur að ríkisstjórnin þarf að svara hvenær endurskoðnin verður gerð. Meiri ágreiningur er um hvort styðjast eigi við krónu eða evru í framtíðinni. Stefna ríkisstjórnarinnar er að halda krónunni en stjórnarflokkarnir hafa þó hvor sína skoðun á málinu. Framsóknarflokkurinn útilokar ekki evrulausn en VG er í mjög eindreginni andstöðu. Þetta þýðir að krónan verður framtíðarlausnin nema Evrópuumræðan innan Sjálfstæðisflokksins leiði til annarrar niðurstöðu. Máli skiptir í því sambandi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið ársgamla bókun um samstöðu með VG í Evrópumálunum. Átök eru um hvort ríkið á að beita sér fyrir markvissri orkunýtingu til þess að styrkja gjaldmiðilinn. Á Alþingi er sú stefna studd af Sjálfstæðisflokknum, meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokknum. VG er í harðri andstöðu. Í borgarstjórn sem ræður stærsta orkufyrirtæki landsins heldur VG bæði Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni í gíslingu á þessu sviði. Þar er Framsóknarflokkurinn eini orkunýtingarflokkurinn. Þessi pólitíska staða í borgarstjórn og að hluta innan annars stjórnarflokksins hefur verulega veikt orkunýtingarstefnu ríkisstjórnarinnar. Loks munu ríkisfjármálin skipta sköpum um árangur í baráttunni fyrir efnahagslegu jafnvægi. Harkalegt aðhald á því sviði er nauðsynlegt eigi að ná niður vöxtum og mynda svigrúm fyrir aukna verðmætasköpun. Hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hafa sýnt á þau spili. Eins og sakir standa er því erfitt að dæma um hvort stjórnin er þar á réttri leið eða hvort stjórnarandstaðan kynnir önnur markmið. Niðurstaðan er þessi: Óraunhæft er að menn sjái þýðingarmestu ráðstafanir stjórnarinnar fyrr en fjárlagafrumvarpið verður birt. Að því er varðar bráðaaðgerðir í peningamálum er fremur deilt um tímasetningar en aðferðafræði. Þó að orkunýtingarstefnan þyrfti að vera skarpari er hugsanlegt að hún dugi þrátt fyrir Reykjavíkurvandann. Framtíðarstefnan í peningamálum er svo enn óskrifað blað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Óskir um að Alþingi komi saman vegna efnahagsmála gefa tilefni til að velta upp tveimur spurningum til þess að sjá þau mál í hnotskurn. Annars vegar: Á hvaða sviðum geta stjórnvöld beitt sér? Og hins vegar: Um hvað er deilt? Úr sögunni eru þær aðstæður að unnt sé að grípa inn í rás atburða með aðgerðalista upp á margar blaðsíður frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. Nú er það fyrst og fremst heildarstefna á þremur sviðum sem máli skiptir. Það eru: Peningamál, orkunýting og ríkisfjármál. Á sviði peningamála virðist vera breið samstaða allra flokka að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans með lántöku til þess að losa um lánsfjárkreppuna og auðvelda bönkunum að veita súrefni inn í atvinnulífið. Stjórnarandstaðan gagnrýnir á hinn bóginn stjórnina fyrir að hafa dregið að nýta heimildir sem hún hefur þegar fengið til frekari ráðstafana á því sviði. Segja má að gleggri skýringar á tímasetningu væru þarfar. Um aðferðafræði Seðlabankans hefur forsætisráðherra sagt að senn sé tímabært að endurskoða peningastefnuna í heild. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst afdráttarlausum skoðunum um breytingar. Aðrir flokkar hafa lýst óánægju með háa vexti en ekki tekið af skarið um hvort breyta eigi aðferðafræðinni. Umræðan bendir því ekki til að djúpstæður ágreiningur sé um þetta viðfangsefni. En að því kemur að ríkisstjórnin þarf að svara hvenær endurskoðnin verður gerð. Meiri ágreiningur er um hvort styðjast eigi við krónu eða evru í framtíðinni. Stefna ríkisstjórnarinnar er að halda krónunni en stjórnarflokkarnir hafa þó hvor sína skoðun á málinu. Framsóknarflokkurinn útilokar ekki evrulausn en VG er í mjög eindreginni andstöðu. Þetta þýðir að krónan verður framtíðarlausnin nema Evrópuumræðan innan Sjálfstæðisflokksins leiði til annarrar niðurstöðu. Máli skiptir í því sambandi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið ársgamla bókun um samstöðu með VG í Evrópumálunum. Átök eru um hvort ríkið á að beita sér fyrir markvissri orkunýtingu til þess að styrkja gjaldmiðilinn. Á Alþingi er sú stefna studd af Sjálfstæðisflokknum, meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokknum. VG er í harðri andstöðu. Í borgarstjórn sem ræður stærsta orkufyrirtæki landsins heldur VG bæði Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni í gíslingu á þessu sviði. Þar er Framsóknarflokkurinn eini orkunýtingarflokkurinn. Þessi pólitíska staða í borgarstjórn og að hluta innan annars stjórnarflokksins hefur verulega veikt orkunýtingarstefnu ríkisstjórnarinnar. Loks munu ríkisfjármálin skipta sköpum um árangur í baráttunni fyrir efnahagslegu jafnvægi. Harkalegt aðhald á því sviði er nauðsynlegt eigi að ná niður vöxtum og mynda svigrúm fyrir aukna verðmætasköpun. Hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hafa sýnt á þau spili. Eins og sakir standa er því erfitt að dæma um hvort stjórnin er þar á réttri leið eða hvort stjórnarandstaðan kynnir önnur markmið. Niðurstaðan er þessi: Óraunhæft er að menn sjái þýðingarmestu ráðstafanir stjórnarinnar fyrr en fjárlagafrumvarpið verður birt. Að því er varðar bráðaaðgerðir í peningamálum er fremur deilt um tímasetningar en aðferðafræði. Þó að orkunýtingarstefnan þyrfti að vera skarpari er hugsanlegt að hún dugi þrátt fyrir Reykjavíkurvandann. Framtíðarstefnan í peningamálum er svo enn óskrifað blað.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun