Viðskipti erlent

Tryggingarisi tapar 348 milljörðum króna

AIG, sem keypti búlgarska símafyrirtækið BTC af Novator í fyrra, tapaði jafnvirði 348 milljörðum króna á síðasta ársfjórðungi.
AIG, sem keypti búlgarska símafyrirtækið BTC af Novator í fyrra, tapaði jafnvirði 348 milljörðum króna á síðasta ársfjórðungi. Mynd/AFP

Bandaríski trygginga- og fjárfestingarrisinn AIG tapaði 5,3 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 348 milljörðum íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta er mesta tap í sögu fyrirtækisins og langt undir væntingum markaðsaðila. Mestu munar um afskriftir fyrirtækisins á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum fasteignalánum.

AIG keypti 90 prósenta hlut Novators, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, í búlgarska símafyrirtækinu BTC, í ágúst í fyrra fyrir 127 milljarða króna.

Fréttastofa Reuters hefur eftir markaðsaðilum að afkoma AIG geti verið vísbendingar um að reikna megi með fleiri váboðum úr fjármálageiranum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×