Sigurði Jónssyni og Paul Lindholm, aðstoðarmanni hans hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården, var sagt upp störfum í vikunni. Sænska blaðið Aftonbladet segir að það hafi verið gert með símtali.
Sigurður var í fríi í Egyptalandi þegar hann fékk símtalið á þriðjudagskvöldið en Lindholm var einnig í fríi. Hann sagði í samtali við blaðið að þetta væru sorgleg vinnubrögð.
Lindholm sagði einnig að þetta hafi ekki komið þeim á óvart, rétt eins og Sigurður hefur áður sagt.