Lífið

Hebbi syngur með Dalton í Kópavogi

Herbert Guðmundsson.
Herbert Guðmundsson. MYND/E.ól

Á föstudagskvöld mun Dalton í samstarfi við Concert halda risaball á Players í Kópavogi.

„Það sem er merkilegt við þetta ball er að 80´s stjarnan Herbert Guðmundsson hefur boðað komu sína á staðinn. Herbert var, eins og alkunna er, einhver skærasta stjarna áttunda áratugsins á Íslandi.

Herbert hefur öðru hverju ratað í fréttirnar og nú síðast fyrir málsókn sem hann tapaði, í erjum við nágranna sína. Einnig er Herbert með plötu fyrir þessi jól sem ber heitið "Spegill sálarinnar".

Alls staðar þar sem er salt þar þarf pipar og því munu stelpurnar í Cherry Club Girls einnig troða upp og má gera ráð fyrir að eggjandi dans þeirra verði Herberti, Dalton og gestum Players til mikillar skemmtunar."

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Concert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.