Tekjur á tímabilinu námu 13,3 milljörðum evra, sem er fjögurra prósenta aukning á milli ára.
Markaðshlutdeild fyrirtækisins á farsímamarkaði jókst um tvö prósentustig á milli ára og nemur nú fjörutíu prósentum. Vöxturinn á tímabilinu var mestu í Asíu, í Suður-Ameríku, Miðausturlöndum og í Afríku. Þá nam aukningin tíu prósentum í Bandaríkjunum. Staðan var hins vegar óbreytt í Evrópu.
Stjórnenendur Nokia eru bjartsýnir á horfurnar og telja nú líkur á að sala á nýjum farsímum muni aukast um meira en tíu prósent líkt og fyrri spá hljóðaði upp á.
„Við erum bjartsýnir árið á enda," sagði Olli-Pekka Kallasvuo, forstjóri Nokia, í tilkynningu frá fyrirtækinu.