Tónlist

Væntanleg plata Cörlu Bruni á netið

Aðdáendum forsetafrúarinnar frönsku Cörlu Bruni gefst í dag möguleiki á því að hlusta á væntanlega plötu hennar í heild sinni á heimasíðu hennar. Platan kemur ekki út fyrr en í næstu viku, en með því að skrá sig á heimasíðu Bruni, www.carlabruni.com er hægt að hlusta á plötunna frítt í tvo tíma.

Plötunnar, „Comme si de rien n'etait" (Eins og ekkert hafi gerst) hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, en þar syngur fyrirsætan fyrrverandi meðal annars um manninn í lífi sínu - Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta.

Í nýlegu viðtali sagði hún að hún hefði samið lögin „að hluta áður, að hluta á meðan og að hluta eftir" ástríðufullt tilhugalíf þeirra hjóna fyrr í vetur. Mörg laganna, sem bera nöfn eins og „Þú ert eiturlyfið mitt" og „Þú tilheyrir mér", fjalla um ást og sum þeirra beint um samband hennar við forsetann hægrisinnaða, sem hefur farið fyrir brjóstið á vinstrisinnuðum vinum hennar.

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.