Byrgisstrákur segir Guðmund hafa sýnt sér dýflissuna 14. maí 2008 15:43 Guðmundur Jónsson í Byrginu MYND/EGILL Ungur piltur sem dvaldi í Byrginu í eitt ár segir Guðmund Jónsson hafa sýnst sér dýflissuna sem hann var með í kjallaranum á heimili sínu í Hafnarfirði. Hann segist einnig hafa tekið þátt í kynlfísleikjum ásamt Guðmundi og annarri stúlku. Hann er fyrst núna hættur að verja gjörðir Guðmundar sem hann segist hata af öllu sínu hjarta. Guðmundur reyndi að samræma vitnisburð piltsins við söguna sína. Pilturinn hringdi inn í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu 977 á föstudaginn og sagði frá kynnum sínum af Guðmundi. „Hann fær alla á sitt band og það eru allir með samsæri gegn honum. Hægt og rólega fer maður að verja hann," segir pilturinn sem var í Byrginu í eitt ár. „Þessi maður kann svo að ljúga og sögurnar sem hann býr til eru rosalegar. Hann sagði mér til dæmis að hann væri að fara að eignast BDSM klúbb í Bretlandi og að hann væri Iron Master." Pilturinn segir að fyrst þegar málið kom upp hafi hann farið að verja Guðmund en lögreglumaður sem fór með rannsókn málsins hafi hjálpað sér mikið. „Ég er bara nýbúinn að rífa mig upp og hættur að verja hann, ég hata þennan mann af öllu mínu hjarta." Einnig kom fram í viðtalinu að fyrrverandi kærasta piltsins er ein af þeim stúlkum sem kærðu Guðmund og vann málið. Aðspurður um dýflissuna sem Guðmundur er sagður hafa verið með í kjallara heimilis síns í Hafnarfirði sagðist strákurinn hafa farið þar inn með Guðmundi. „Þetta var eins og að labba inn í einhverja bíómynd. Það var gat á veggnum sem falið var með spýtu inn í skáp. Síðan færði hann spýtuna til og þá var maður kominn inn í einhverja Lísu í Undralandi." Hann viðurkenndi í þættinum að hafa tekið þátt í kynlífsathöfn með Guðmundi og annarri stúlku. Í dómnum yfir Guðmundi sem féll á föstudaginn í síðustu viku kemur fram að Guðmundur greiddi pilti 15.000 krónur fyrir að stunda kynlíf með annarri stúlku á meðan hann horfði á. Hann sagðist hafa heyrt í Guðmundi daginn sem hann fór í skýrslutöku hjá lögreglunni. „Þá reyndi hann að samræma vitnisburð minn við þá sögu sem hann ætlaði að segja sjálfur. Hann reyndi að fiska upp úr mér það sem ég sagði við lögregluna." Pilturinn sagði Guðmund hafa verið nokkuð öruggan með að vinna málið fyrir Hérðasdómi. „Hann sagði við mig áður en ég fór að bera vitni að þegar hann myndi vinna málið þá ætlaði hann að bjóða mér í grillveislu fyrir alla peningana sem hann fengi í skaðabætur." Pilturinn sagði einnig frá því að Guðmundur hafi eitt sinn boðið sér eiturlyf. „Ég hitti hann og þá dró hann upp amfetamínpoka og leyfði mér að smakka, þetta var á meðan ég var í neyslu." Þriggja ára fangelsisdómurinn sem Guðmundur hlaut á föstudaginn er of vægur að mati piltsins sem hefur sjálfur íhugað að leggja fram kæru enda hafi hann verið undir lögaldri þegar á þessu stóð. „Ég bara vildi ekki taka sjénsinn og láta nafnið mitt opinberast. Ég sætti mig bara við þetta, alveg þar til nú. Það hefur hinsvegar hvarflað að mér upp á síðkastið að leggja fram kæru." Tengdar fréttir Guðmundur var með dýflissu í Hafnarfirði Í framburði fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu kemur fram að á heimili hans í Háholti í Hafnarfirði var dýflissa sem Guðmundur notaði þegar hann stundaði bdsm kynlíf með skjólstæðingum sínum á meðferðarheimilinu. 9. maí 2008 13:04 Guðmundur í Byrginu í þriggja ára fangelsi Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í starfi sem forstöðumaður. Hann var einnig dæmdur til þess að greiða um 12 milljónir í sakarkostnað og miskabætur. Dómur var kveðinn upp fyrir stundu. 9. maí 2008 10:18 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ungur piltur sem dvaldi í Byrginu í eitt ár segir Guðmund Jónsson hafa sýnst sér dýflissuna sem hann var með í kjallaranum á heimili sínu í Hafnarfirði. Hann segist einnig hafa tekið þátt í kynlfísleikjum ásamt Guðmundi og annarri stúlku. Hann er fyrst núna hættur að verja gjörðir Guðmundar sem hann segist hata af öllu sínu hjarta. Guðmundur reyndi að samræma vitnisburð piltsins við söguna sína. Pilturinn hringdi inn í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu 977 á föstudaginn og sagði frá kynnum sínum af Guðmundi. „Hann fær alla á sitt band og það eru allir með samsæri gegn honum. Hægt og rólega fer maður að verja hann," segir pilturinn sem var í Byrginu í eitt ár. „Þessi maður kann svo að ljúga og sögurnar sem hann býr til eru rosalegar. Hann sagði mér til dæmis að hann væri að fara að eignast BDSM klúbb í Bretlandi og að hann væri Iron Master." Pilturinn segir að fyrst þegar málið kom upp hafi hann farið að verja Guðmund en lögreglumaður sem fór með rannsókn málsins hafi hjálpað sér mikið. „Ég er bara nýbúinn að rífa mig upp og hættur að verja hann, ég hata þennan mann af öllu mínu hjarta." Einnig kom fram í viðtalinu að fyrrverandi kærasta piltsins er ein af þeim stúlkum sem kærðu Guðmund og vann málið. Aðspurður um dýflissuna sem Guðmundur er sagður hafa verið með í kjallara heimilis síns í Hafnarfirði sagðist strákurinn hafa farið þar inn með Guðmundi. „Þetta var eins og að labba inn í einhverja bíómynd. Það var gat á veggnum sem falið var með spýtu inn í skáp. Síðan færði hann spýtuna til og þá var maður kominn inn í einhverja Lísu í Undralandi." Hann viðurkenndi í þættinum að hafa tekið þátt í kynlífsathöfn með Guðmundi og annarri stúlku. Í dómnum yfir Guðmundi sem féll á föstudaginn í síðustu viku kemur fram að Guðmundur greiddi pilti 15.000 krónur fyrir að stunda kynlíf með annarri stúlku á meðan hann horfði á. Hann sagðist hafa heyrt í Guðmundi daginn sem hann fór í skýrslutöku hjá lögreglunni. „Þá reyndi hann að samræma vitnisburð minn við þá sögu sem hann ætlaði að segja sjálfur. Hann reyndi að fiska upp úr mér það sem ég sagði við lögregluna." Pilturinn sagði Guðmund hafa verið nokkuð öruggan með að vinna málið fyrir Hérðasdómi. „Hann sagði við mig áður en ég fór að bera vitni að þegar hann myndi vinna málið þá ætlaði hann að bjóða mér í grillveislu fyrir alla peningana sem hann fengi í skaðabætur." Pilturinn sagði einnig frá því að Guðmundur hafi eitt sinn boðið sér eiturlyf. „Ég hitti hann og þá dró hann upp amfetamínpoka og leyfði mér að smakka, þetta var á meðan ég var í neyslu." Þriggja ára fangelsisdómurinn sem Guðmundur hlaut á föstudaginn er of vægur að mati piltsins sem hefur sjálfur íhugað að leggja fram kæru enda hafi hann verið undir lögaldri þegar á þessu stóð. „Ég bara vildi ekki taka sjénsinn og láta nafnið mitt opinberast. Ég sætti mig bara við þetta, alveg þar til nú. Það hefur hinsvegar hvarflað að mér upp á síðkastið að leggja fram kæru."
Tengdar fréttir Guðmundur var með dýflissu í Hafnarfirði Í framburði fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu kemur fram að á heimili hans í Háholti í Hafnarfirði var dýflissa sem Guðmundur notaði þegar hann stundaði bdsm kynlíf með skjólstæðingum sínum á meðferðarheimilinu. 9. maí 2008 13:04 Guðmundur í Byrginu í þriggja ára fangelsi Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í starfi sem forstöðumaður. Hann var einnig dæmdur til þess að greiða um 12 milljónir í sakarkostnað og miskabætur. Dómur var kveðinn upp fyrir stundu. 9. maí 2008 10:18 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Guðmundur var með dýflissu í Hafnarfirði Í framburði fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu kemur fram að á heimili hans í Háholti í Hafnarfirði var dýflissa sem Guðmundur notaði þegar hann stundaði bdsm kynlíf með skjólstæðingum sínum á meðferðarheimilinu. 9. maí 2008 13:04
Guðmundur í Byrginu í þriggja ára fangelsi Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í starfi sem forstöðumaður. Hann var einnig dæmdur til þess að greiða um 12 milljónir í sakarkostnað og miskabætur. Dómur var kveðinn upp fyrir stundu. 9. maí 2008 10:18