Óli Björn Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, vildi ekkert tjá sig um þau ummæli sem Damon Bailey hafði við Vísi í dag.
Bailey hefur verið á mála hjá íslenskum körfuknattleiksfélögum síðan 2004, nú síðast hjá Grindavík, en heldur því fram að ekkert sé að finna í opinberum gögnum um skattgreiðslur hans.
Óli Björn sagði að yfirlýsingar væri að vænta frá körfuknattleiksdeild Grindavíkur.