Fótbolti

Guðjón Þórðarson rekinn frá ÍA

Elvar Geir Magnússon skrifar

ÍA hefur fengið leyfi frá FH til að ræða við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni um að taka við þjálfun liðsins. Guðjón Þórðarson hefur verið rekinn vegna dapurs árangurs á tímabilinu.

Skagamenn eru í 11. sæti Landsbankadeildarinnar og töpuðu illa 6-1 fyrir Breiðabliki í gær. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu frá ÍA:

_________

Stjórn rekstrarfélags Knattspyrnufélags ÍA hefur ákveðið að rifta samningi sínum við Guðjón Þórðarson og lætur Guðjón af störfum nú þegar. Knattspyrnufélag ÍA hefur fengið leyfir FH til að ræða við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni um að taka við þjálfun liðsins og verður nánari frétta að vænta af þeim viðræðum þegar líður á daginn. Stjórn rekstrarfélagsins færir Guðjóni Þórðarsyni bestu þakkir fyrir það sem hann hefur af ósérhlífni lagt að mörkum til félagsins og óskar honum farsældar og gæfu á komandi árum.




Tengdar fréttir

Bjarki: Þetta er mikil áskorun

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við þjálfun ÍA. Þeir funda með Skagamönnum í hádeginu og það er fátt sem getur komið í veg fyrir að þeir taki við liðinu að sögn Bjarka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×