Lífið

Beckham æði að renna upp á Ítalíu

Hjónin David og Victoria Beckham.
Hjónin David og Victoria Beckham.

Það er sannkallað Beckham æði að renna upp á Ítalíu eftir að tilkynnt var um að knattspyrnumaðurinn knái, David Beckham, hafi ákveðið að fara til Ítalíu í vetur. Victoriu Beckham hefur þegar verið boðinn 16 milljón dala samningur við sjónvarpsstöð í eigu Silvio Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu og eiganda AC Milan. Daily Mail segir að dagskrárframleiðendur sjónvarpsstöðvarinnar vilji ná myndum af Victoriu og David þegar þau koma til Mílan í húsnæðisleit og í verslunarleiðangri. Gangi samningurinn eftir verður Victoria hæst launaða sjónvarpsstjarnan í sögu ítalsks sjónvarps.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.