Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, segist ekki ætla að leggja þjálfarastarfið fyrir sig þegar hann leggur skóna á hilluna næsta vor.
"Ég á ekki von á því að fara út í að þjálfa. Ég mun koma á óvart, en ekki með því að fara að þjálfa - ég lofa því," sagði hinn fertugi Maldini við blaðamenn.
Hann hefur verið sæmdur verðlaunum af ítalska blaðinu Gazzetta dello Sport fyrir framlag sitt yfir langan og glæsilegan feril.