Snúrufargan úr sögunni Atli Steinn Guðmundsson skrifar 27. október 2008 10:55 Svona lítur gripurinn út - ætti ekki að þvælast fyrir neinum. MYND/Preggioni Útrás íslenskra athafnamanna er rétt að byrja hafi einhver haldið að henni væri lokið. Íslenska hönnunarfyrirtækið Preggioni hefur sett á markað vöru sem notendur ýmiss konar tónlistarspilara taka vafalítið opnum örmum. Fyrirbærið kallast Magneat (frb. magnít) og byggir á frekar einfaldri grunnhugmynd að sögn Daða Agnarssonar, framkvæmdastjóra Preggioni. „Kveikjan að hugmyndinni var einfaldlega sá vandræðagangur sem margir notendur tónlistarspilara með heyrnartólum lenda í með snúruna. Til dæmis á hlaupabrettinu í ræktinni og svo framvegis," segir Daði Agnarsson, framkvæmdastjóri Preggioni. Magneat er í raun eins konar snúruskipuleggjari ef svo mætti að orði komast en þetta litla fyrirbæri má festa með segulfestingu á nánast hvaða fatnað sem er og hefur Preggioni tryggt sér einkaleyfi á gripnum um gervalla heimsbyggðina. Daði segir gripinn halda á heyrnartólasnúrunni en auk þess geti notandinn stytt hana í ákjósanlega lengd svo hún þvælist ekki fyrir á ögurstundu eins og margir líkamsræktarunnendur kannist án efa við. „Hátækni sér um dreifinguna á þessu fyrir okkur hér heima og í Færeyjum en auk þess höfum við nýlega náð samningum við fyrirtæki úti sem sér um dreifinguna í Austurríki og Þýskalandi," segir hann enn fremur og bætir því við að sókn á markaði á Englandi, Spáni, Írlandi og í Benelúx-löndunum fylgi svo í kjölfarið. Daði gerir ráð fyrir að markaðurinn taki Magneat opnum örmum enda hafi yfir 700 milljónir tónlistartækja sem á einhvern hátt styðjast við heyrnartól selst í heiminum í fyrra og gert sé ráð fyrir aukningu á þessu ári. Tónlistarunnendur þurfa því ekki að kvíða óviðráðanlegu snúrufargani með tilheyrandi amstri í framtíðinni þegar Magneat mun hanga í hvers manns barmi og sjá um að temja leiðslurnar sem reynst hafa mörgum hvimleiðar. Kostnaðurinn ætti ekki að steypa neinum í gjaldþrot, fyrir Magneat greiðist rétt rúmlega andvirði tveggja sígarettupakka. Sumum gæti því reynst þessi nýjung hvort tveggja, áskorun um að hætta að reykja og drífa sig með iPod-spilarann í ræktina. Áhugasamir geta lesið sér frekar til um Magneat hér. Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Sjá meira
Útrás íslenskra athafnamanna er rétt að byrja hafi einhver haldið að henni væri lokið. Íslenska hönnunarfyrirtækið Preggioni hefur sett á markað vöru sem notendur ýmiss konar tónlistarspilara taka vafalítið opnum örmum. Fyrirbærið kallast Magneat (frb. magnít) og byggir á frekar einfaldri grunnhugmynd að sögn Daða Agnarssonar, framkvæmdastjóra Preggioni. „Kveikjan að hugmyndinni var einfaldlega sá vandræðagangur sem margir notendur tónlistarspilara með heyrnartólum lenda í með snúruna. Til dæmis á hlaupabrettinu í ræktinni og svo framvegis," segir Daði Agnarsson, framkvæmdastjóri Preggioni. Magneat er í raun eins konar snúruskipuleggjari ef svo mætti að orði komast en þetta litla fyrirbæri má festa með segulfestingu á nánast hvaða fatnað sem er og hefur Preggioni tryggt sér einkaleyfi á gripnum um gervalla heimsbyggðina. Daði segir gripinn halda á heyrnartólasnúrunni en auk þess geti notandinn stytt hana í ákjósanlega lengd svo hún þvælist ekki fyrir á ögurstundu eins og margir líkamsræktarunnendur kannist án efa við. „Hátækni sér um dreifinguna á þessu fyrir okkur hér heima og í Færeyjum en auk þess höfum við nýlega náð samningum við fyrirtæki úti sem sér um dreifinguna í Austurríki og Þýskalandi," segir hann enn fremur og bætir því við að sókn á markaði á Englandi, Spáni, Írlandi og í Benelúx-löndunum fylgi svo í kjölfarið. Daði gerir ráð fyrir að markaðurinn taki Magneat opnum örmum enda hafi yfir 700 milljónir tónlistartækja sem á einhvern hátt styðjast við heyrnartól selst í heiminum í fyrra og gert sé ráð fyrir aukningu á þessu ári. Tónlistarunnendur þurfa því ekki að kvíða óviðráðanlegu snúrufargani með tilheyrandi amstri í framtíðinni þegar Magneat mun hanga í hvers manns barmi og sjá um að temja leiðslurnar sem reynst hafa mörgum hvimleiðar. Kostnaðurinn ætti ekki að steypa neinum í gjaldþrot, fyrir Magneat greiðist rétt rúmlega andvirði tveggja sígarettupakka. Sumum gæti því reynst þessi nýjung hvort tveggja, áskorun um að hætta að reykja og drífa sig með iPod-spilarann í ræktina. Áhugasamir geta lesið sér frekar til um Magneat hér.
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Sjá meira