Páll íhugar formannsframboð í Framsókn 17. nóvember 2008 11:35 Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, íhugar nú hvort hann muni gefa kost á sér til formanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem haldið verður í janúar á næsta ári. Ef af verður gæti hann hugsanlega att kappi við fyrrverandi ráðherra sem hann aðstoðaði um tíma.Hugsanlegar breytingar á forystu Framsóknarflokksins hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum um helgina í tengslum við miðstjórnarfund flokksins sem haldinn var á laugardag. Á fundinum var samþykkt að leggja fram tillögu á komandi flokksþingi í janúar að sótt yrði um aðild að ESB. Á sama þingi verður kosin forysta fyrir flokkinn og í ljósi hinna nýju vendinga í Evrópumálum þykir staða Guðna Ágústssonar sem formanns Framsóknarflokksins hafa veikst.Meðal þeirra sem hafa verið sem hugsanlegir eftir menn Guðna eru Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður flokksins, Siv Friðleifsdóttir þingflokksformaður og Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi og fyrrverandi varaþingmaður. Siv sagði í samtali við fréttastofu í gær að framboð til formanns væri ekki á dagskrá en Valgerður, sem er í hópi Evrópusambandssinna í flokknum, útlokar ekki framboð.Fréttablaðið greindi frá því um helgina að blaðið hefði heimildir fyrir því að Páll, sem einnig er í hópi Evrópusambandssinna, íhugaði formannsframboð. Það staðfesti Páll í samtali við fréttastofu í morgun. Hann sagðist þó enga ákvörðun hafa tekið í þeim efnum en að það skýrðist á næstu vikum hvort af því yrði. Aðspurður hvort hann teldi þörf á endurnýjun í flokksforystunni sagði Páll að á miðstjórnarfundinum um helgina hefði komið fram ákveðin krafa um endurnýjun og breytingar sem hann teldi að endurspeglaði að einhverju leyti umræðuna í þjóðfélaginu í heild.Fari svo að Páll og Valgerður sækist bæði eftir formannsembættinu mætast þar fyrrverandi samstarfsmenn því Páll var aðstoðarmaður Valgerðar í embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra um tíma. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, íhugar nú hvort hann muni gefa kost á sér til formanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem haldið verður í janúar á næsta ári. Ef af verður gæti hann hugsanlega att kappi við fyrrverandi ráðherra sem hann aðstoðaði um tíma.Hugsanlegar breytingar á forystu Framsóknarflokksins hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum um helgina í tengslum við miðstjórnarfund flokksins sem haldinn var á laugardag. Á fundinum var samþykkt að leggja fram tillögu á komandi flokksþingi í janúar að sótt yrði um aðild að ESB. Á sama þingi verður kosin forysta fyrir flokkinn og í ljósi hinna nýju vendinga í Evrópumálum þykir staða Guðna Ágústssonar sem formanns Framsóknarflokksins hafa veikst.Meðal þeirra sem hafa verið sem hugsanlegir eftir menn Guðna eru Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður flokksins, Siv Friðleifsdóttir þingflokksformaður og Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi og fyrrverandi varaþingmaður. Siv sagði í samtali við fréttastofu í gær að framboð til formanns væri ekki á dagskrá en Valgerður, sem er í hópi Evrópusambandssinna í flokknum, útlokar ekki framboð.Fréttablaðið greindi frá því um helgina að blaðið hefði heimildir fyrir því að Páll, sem einnig er í hópi Evrópusambandssinna, íhugaði formannsframboð. Það staðfesti Páll í samtali við fréttastofu í morgun. Hann sagðist þó enga ákvörðun hafa tekið í þeim efnum en að það skýrðist á næstu vikum hvort af því yrði. Aðspurður hvort hann teldi þörf á endurnýjun í flokksforystunni sagði Páll að á miðstjórnarfundinum um helgina hefði komið fram ákveðin krafa um endurnýjun og breytingar sem hann teldi að endurspeglaði að einhverju leyti umræðuna í þjóðfélaginu í heild.Fari svo að Páll og Valgerður sækist bæði eftir formannsembættinu mætast þar fyrrverandi samstarfsmenn því Páll var aðstoðarmaður Valgerðar í embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra um tíma.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira