Innlent

Hanna Birna: Of mörg ágreiningsmál við Ólaf

Hanna Birna Kristjánsdóttir ræðir við fréttamenn í Ráðhúsinu í kvöld.
Hanna Birna Kristjánsdóttir ræðir við fréttamenn í Ráðhúsinu í kvöld. MYND/Anton

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að ágreiningsefnin við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra hafi verið of mörg til þess að halda áfram samstarfi við hann. Hún tilgreindi hins vegar ekki hvaða mál það væru og sagði að þetta snerist ekki um persónu Ólafs.

Hanna kom í Ráðhúsið klukkan átta til viðræðna um nýjan meirihluta við Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarfllokksins, en eins og fram hefur komið í dag hafa þreifingar átt sér stað milli flokkanna.

Aðspurð sagði Hanna Birna að nú færu í gang formlegar viðræður. Hún og Óskar hefðu fyrst ræðst saman upp úr hádegi í dag en fyrir það hefðu engar þreifingar verið. Hún sagðist telja að viðræður við Óskar yrðu ekki málefnalega flóknar en vissi ekki hvort tilkynnt yrði um nýjan meirihluta í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×