Fótbolti

Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Atli Guðnason og Matthías Guðmundsson fagna marki þess síðarnefnda gegn Aston Villa í kvöld.
Atli Guðnason og Matthías Guðmundsson fagna marki þess síðarnefnda gegn Aston Villa í kvöld. Mynd/Pjetur

Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap.

Gareth Barry og Ashley Young komu Aston Villa yfir á fyrstu sjö mínútum leiksins eftir afar klaufalega varnarvinnu hjá FH-ingum.

Eftir það hresstust Hafnfirðingar nokkuð og fengu ágæt færi en Gabriel Agbonlahor skoraði þá þriðja mark þeirra ensku.

Matthías Guðmundsson náði að minnka muninn í lok fyrri hálfleiks.

Síðari hálfleikur var nokkuð rólegur, sérstaklega eftir að fyrirliðinn Martin Laursen skoraði fjórða mark Aston Villa með skalla eftir hornspyrnu. Þá var aðeins eftir að klára leikinn.

Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa nánar um gang leiksins þar.

Martin O'Neill knattspyrnustjóri Aston Villa fylgist með sínum mönnum. Pjetur Sigurðsson
Stuðningsmenn FH létu vel í sér heyra í stúkunni. Pjetur Sigurðsson
Fyrirliðarnir Martin Laursen og Davíð Þór Viðarsson fara fyrir sínum mönnum. Pjetur Sigurðsson
Byrjunarlið Aston Villa í kvöld. Pjetur Sigurðsson
Byrjunarlið FH-inga. Pjetur Sigurðsson
Tryggvi Guðmundsson reynir að halda í við Stiliyan Petrov. Pjetur Sigurðsson
Atli Guðnason berst við Martin Laursen. Pjetur Sigurðsson
Craig Gardner í baráttunni við Tryggva Guðmundsson. Pjetur Sigurðsson
Matthías Guðmundsson í eldlínunni. Pjetur Sigurðsson
Margir íslensku áhorfendanna mættu í Aston Villa-treyjunum sínum. Pjetur Sigurðsson
Atli Guðnason og Matthías Guðmundsson fagna marki þess síðarnefnda. Pjetur Sigurðsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×