Innlent

Trylltist á skóladansleik og réðst á gæslumann

Sextán ára stúlka trylltist á skóladansleik á Gauki á Stöng í gærkvöldi. Hún réðst að gæslumanni og veitti honum áverka.

Dyraverðir skökkuðu leikinn og lögregla flutti stúlkuna á lögreglustöðina, þar sem hún hrækti framan í einn lögregluþjóninn. Lögregla þurfti að taka nokkra til viðbótar úr umferð á ballinu og færa á stöðina, þar sem foreldrar þeirra sóttu þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×