Innlent

Varað við fljúgandi hálku - lögreglubíll valt á Sandskeiði

Lögregla varar við fljúgandi hálku á Reykjanesbraut og á Suðurlandsvegi. Nokkrir bílar hafa þegar hafnað utan vegar og tveir hafa oltið á Suðurnesjum. Á Suðurlandsvegi valt bíll við Sandskeið og þegar lögregla og sjúkralið mætti á vettvangs óhapps sem varð á Sandskeiði vildi ekki betur til en svo að lögreglubíllinn ók á sjúkrabílinn og valt út af veginum.

Ekki er vitað til þess að alvarleg slys hafi orðið á fólki í þessum óhöppum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×