Innlent

Fjölmargir árekstrar í morgun en lítið um slys

Fjölmargir árekstrar og umferðaróhöpp urðu suðvestanlands í óvæntri hálku, sem gerði snemma í morgun.

Ekki er vitað um slys nema hvað einn meiddist þegar sendibíll og pallbíll skullu saman á Suðurlandsvegi skammt frá Litlu kaffistofunni upp úr klukkan sjö. Pallbíllinn hentist út af og fór tvær veltur en sendibíllinn hafnaði á hjólunum utan vegar.

Þegar sjúkrabíll úr Reykjavík nam staðar á vettvangi sáu lögreglumenn, sem komu í bíl á eftir honum, sitt óvænna og sveigðu út af veginum frekar en að aka á sjúkrabílinn og hafnaði lögreglubíllinn þar á hliðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×