Formúlu 1 útsendingar á Sýn verða mjög ítarlegar á árinu og verður sýnt frá öllum æfingum, tímatöku og kappakstri. Auk þess verða þættir á undan og eftir mótshelginni. Sýn og Bylgjan leita áhugamanna um Formúlu 1 um land allt til að taka þátt í herlegheitunum.
Ábendingarnar eru þegar farnar að berast, en þar sem tæplega 100 útsendingar verða í boði á Sýn er enn verið að leita fanga. Þeir sem hafa áhuga á að láta ljós sitt skína, sem viðmælendur í myndveri á Sýn eða á heimaslóðum, eða í símaviðtölum á Bylgjunni geta sent ábendingar sínar á formula1@syn.is.
Bæði er verið að leita eftir .þeim sem telja sig sérfræðinga og eins venjulegum áhugamönnum, sem eru ekkert endilega á kafi í Formúlu 1. Leitað er eftir konum, körlum, unglingum og börnum sem hafa eitthvað til málanna að leggja.
Einnig verður leitað fanga hjá þeim sem hafa farið á Formúlu 1 mót og ábendingar um slíka aðila eru líka vel þegnar hjá Sýn.
Sendiið ábendingar á formula1@syn.is
Ert þú Formúlusérfræðingur?
