Erlent

Hamas orðar vopnahlé við Ísrael

Óli Tynes skrifar
Liðsmenn Hamas á Gaza ströndinni.
Liðsmenn Hamas á Gaza ströndinni.

Hamas samtökin hafa sagt Egyptum að þeir myndu íhuga að semja vopnahlé við Ísrael, ef Ísraelar opnuðu aftur landamæri sín að Gaza ströndinni og hættu hernaðaraðgerðum á landsvæðum Palestínumanna.

Hamas ræddi einnig við Egypta um fangaskipti, sem gætu leitt til þess að ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit verði látinn laus. Liðsmenn Hamas rændu honum árið 2006. Í skiptum fyrir hann vilja Hamas fá hundruð Palestínumanna lausa úr fangelsum.

Hamas samtökin hertóku Gaza ströndina í júní á síðasta ári og hröktu Mahmoud Abbas forseta Palestínumanna þaðan með sína liðsmenn. Samtökin hafa síðan látið eldflaugum rigna yfir Ísrael frá ströndinni. Ísraelar hafa svarað með loftárásum, og árásum hersveita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×