Innlent

Svipuð úttekt á öðrum heimilum í kjölfar Breiðavíkurskýrslu

Skýrsla sú sem forsætisráðuneytið hefur látið gera um Breiðavíkurdrengina verður kynnt í lok næstu viku. Gréta Ingþórsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra segir að allar líkur séu á því að svipuð úttekt verði gerð á öðrum heimilum í framhaldi af Breiðavíkurskýrslunni.

Upphaflega stóð til að kynna skýrsluna í þessari viku en frágangur hennar varð tímafrekari en menn áttu von á. Reiknað er með að skýrslunni verði dreift meðal þingmanna skömmu áður en hún verður kynnt fjölmiðlum.

Gréta segir að Breiðavíkurskýrslan sé aðeins upphafið að frekari rannsóknarvinnu á þessu sviði. "Það er eðlilegt að starfsemi annarra heimila sem störfuðu á svipuðum nótum og Breiðavík verði einnig skoðuð," segir Gréta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×