Innlent

Ekki á valdi ríkisstjórnar að hindra álver í Helguvík

Svona er gert ráð fyrir að álverið í Helguvík líti út.
Svona er gert ráð fyrir að álverið í Helguvík líti út.
Formaður Samfylkingarinnar efast um að það sé á valdi ríkisstjórnarinnar að hindra álver í Helguvík en sér samt öll tormerki á að það rísi á næstunni.

Norðurál stefnir að því að hefja smíði álvers í Helguvík með vorinu. Náttúruverndarsamtök Íslands minntu í dag á að Samfylkingin boðaði tímabundið stóriðjustopp fyrir síðustu kosningar. Samtök atvinnulífsins krefjast þess á móti að ríkisstjórnin greiði fyrir verkefninu en þvælist ekki fyrir.

Í fréttum Stöðvar 2 kvaðst formaður Samfylkingarinnar efast um að það væri á valdi ríkisstjórnar að hindra álver í Helguvík. Fara yrði eftir þeim leikreglum sem gilda og tryggja jafnræði. Ekki verði gengið á svig við gildandi lög. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kveðst hins vegar ekki sjá hvernig Norðurál ætlar að afla nægilegrar orku fyrir 250 þúsund tonna álver. Hún rifjar upp að Landsvirkjun hafi ákveðið að orka Þjórsárvirkjana fari ekki til nýrra álvera suðvestanlands og kveðst líta svo á að meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur sé andvígur Bitruvirkjun sem og Hveragerðisbær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×