Viðskipti erlent

Northern Rock að braggast

Óli Tynes skrifar
Sparifjáreigendur gerðu áhlaup á Northern Rock á síðasta ári.
Sparifjáreigendur gerðu áhlaup á Northern Rock á síðasta ári.

Breski bankinn Northern Rock ætlar að endurgreiða Englandsbanka sjö milljarða sterlingspunda af skuld sinni á þessu ári.

Northern Rock riðaði til falls á síðasta ári vegna tengsla við undirmálslán á bandaríska húsnæðismarkaðinum.

Staða hans var svo slæm að ríkisstjórnin greip til þess ráðs að ábyrgjast innistæður sparifjáreigenda til þess að binda enda á áhlaup á bankann.

Skuld hans við Englandsbanka nam 26.9 milljörðum punda í byrjun þessa árs. Í lok mars var hún komin niður í 24.1 milljarð og hefur enn lækkað síðan.

Talsmaður Northern Rock segir að í lok þessa árs verði búið að greiða 25 prósent af skuldinni. Sjötíu og fimm prósent muni verða greidd í árslok 2009 og afgangurinn gerður upp árið 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×