Viðskipti erlent

Breska pundið ekki veikara í fimm ár

Bresk pund, sem hafa ekki verið ódýrari gagnvart Bandaríkjadal í fimm ár.
Bresk pund, sem hafa ekki verið ódýrari gagnvart Bandaríkjadal í fimm ár.
Breska pundið féll mest um þrjú prósent í dag og hafði um tíma ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadal í fimm ár. Helsta skýringin á fallinu er fullyrðing Mervyn Kings, bankastjóra Englandsbanka, að líkur séu á að Bretar séu að fara inn í fyrsta samdráttarskeiðið í fimm ár. Gengið hefur ekki verið lægra síðan í september árið 2003, samkvæmt upplýsingum breska ríkisútvarpsins. Bandaríkjadalur hefur á móti verið að sækja í sig veðrið og hefur ekki verið sterkari gagnvart helstu gjaldmiðlum í tvö ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×