Mikill missir 5. desember 2008 11:44 „Það eru bara fáir útvaldir sem fá að kveðja svona, þegar þeir eru að gera sig klára að fara á svið," segir Bubbi Morthens, samstarfsmaður Rúnars Júlíussonar til margra ára. „Auðvitað hefði ég viljað vera með Rúnari í 10-15 ár í viðbót ef heilsa hans hefði leyft, en úr því þetta þetta er orðin staðreynd, þá er miklu meiri gleði í hjarta mínu að hafa fengið að kynnast Rúnari en sorg." Bubbi segir Rúnar hafa verið einstaklega jákvæðan mann. „Ég sá Rúnar aldrei skipta skapi, og heyrði hann aldrei segja styggðaryrði um nokkurn mann. Aldrei." Hann segir Rúnar einn stærsta persónuleika sem Ísland hefur eignast, og missirinn sé mikill. „Hugur minn er hjá Maríu og börnunum. Þetta er mikill missir. Það er mikilvægt að hafa það hugfast að vera óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þessa vegferð með Rúnari." Gunnar Hjálmarsson, sem ritaði bókina Saga Rokksins, segir Rúnar hafa verið einstakan tónlistamann. „Rúnar var stórkostlegur meistari. Það er allt satt sem um hann hefur verið sagt. Hann var einstakt góðmenni og ljúfmenni, töffari og rokkari. Það var algjör heiður að fá að kynnast honum og vinna með honum." Rúnar átti að baki áratugalangan feril í tónlist og var í gegnum útgáfufyrirtæki sitt Geimstein, iðinn við að koma ungum listamönnum á framfæri. Gunnar segir hann hafa hjálpað mörgum ungum tónlistamönnum á brautinni. Hann hafi verið fyrirmynd margra, ekki síst sem manneskja. Tengdar fréttir Rúnar Júlíusson er látinn Rúnar Júlíusson tónlistarmaður og útgefandi lést aðfararnótt föstudagsins 5. desember af völdum hjartaáfalls. Útgáfufyrirtæki hans Geimsteinn hélt árlega útgáfukynningu sína á veitingastaðnum Ránni fimmtudagskvöldið 4. desember þar sem listafólk útgáfunnar var saman komið. Rúnar var að fara á svið til að syngja og var að teygja sig eftir gítarnum þegar hann kenndi sér meins. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann andaðist. Guðmundur Rúnar Júlíusson fæddist í Keflavík 13. apríl 1945, sonur Júlíusar Eggertssonar múrarameistara og Guðrúnar Stefánsdóttur Bergmann. 5. desember 2008 09:51 Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Sjá meira
„Það eru bara fáir útvaldir sem fá að kveðja svona, þegar þeir eru að gera sig klára að fara á svið," segir Bubbi Morthens, samstarfsmaður Rúnars Júlíussonar til margra ára. „Auðvitað hefði ég viljað vera með Rúnari í 10-15 ár í viðbót ef heilsa hans hefði leyft, en úr því þetta þetta er orðin staðreynd, þá er miklu meiri gleði í hjarta mínu að hafa fengið að kynnast Rúnari en sorg." Bubbi segir Rúnar hafa verið einstaklega jákvæðan mann. „Ég sá Rúnar aldrei skipta skapi, og heyrði hann aldrei segja styggðaryrði um nokkurn mann. Aldrei." Hann segir Rúnar einn stærsta persónuleika sem Ísland hefur eignast, og missirinn sé mikill. „Hugur minn er hjá Maríu og börnunum. Þetta er mikill missir. Það er mikilvægt að hafa það hugfast að vera óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þessa vegferð með Rúnari." Gunnar Hjálmarsson, sem ritaði bókina Saga Rokksins, segir Rúnar hafa verið einstakan tónlistamann. „Rúnar var stórkostlegur meistari. Það er allt satt sem um hann hefur verið sagt. Hann var einstakt góðmenni og ljúfmenni, töffari og rokkari. Það var algjör heiður að fá að kynnast honum og vinna með honum." Rúnar átti að baki áratugalangan feril í tónlist og var í gegnum útgáfufyrirtæki sitt Geimstein, iðinn við að koma ungum listamönnum á framfæri. Gunnar segir hann hafa hjálpað mörgum ungum tónlistamönnum á brautinni. Hann hafi verið fyrirmynd margra, ekki síst sem manneskja.
Tengdar fréttir Rúnar Júlíusson er látinn Rúnar Júlíusson tónlistarmaður og útgefandi lést aðfararnótt föstudagsins 5. desember af völdum hjartaáfalls. Útgáfufyrirtæki hans Geimsteinn hélt árlega útgáfukynningu sína á veitingastaðnum Ránni fimmtudagskvöldið 4. desember þar sem listafólk útgáfunnar var saman komið. Rúnar var að fara á svið til að syngja og var að teygja sig eftir gítarnum þegar hann kenndi sér meins. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann andaðist. Guðmundur Rúnar Júlíusson fæddist í Keflavík 13. apríl 1945, sonur Júlíusar Eggertssonar múrarameistara og Guðrúnar Stefánsdóttur Bergmann. 5. desember 2008 09:51 Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Sjá meira
Rúnar Júlíusson er látinn Rúnar Júlíusson tónlistarmaður og útgefandi lést aðfararnótt föstudagsins 5. desember af völdum hjartaáfalls. Útgáfufyrirtæki hans Geimsteinn hélt árlega útgáfukynningu sína á veitingastaðnum Ránni fimmtudagskvöldið 4. desember þar sem listafólk útgáfunnar var saman komið. Rúnar var að fara á svið til að syngja og var að teygja sig eftir gítarnum þegar hann kenndi sér meins. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann andaðist. Guðmundur Rúnar Júlíusson fæddist í Keflavík 13. apríl 1945, sonur Júlíusar Eggertssonar múrarameistara og Guðrúnar Stefánsdóttur Bergmann. 5. desember 2008 09:51