Sport

WBA ætlar að endurskoða bardaga Valuev og Holyfield

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr bardaga Valuev og Holyfield.
Úr bardaga Valuev og Holyfield. Nordic Photos / AFP

Hnefaleikasambandið WBA ætlar að endurskoða bardaga Rússans Nikolay Valuev og Evander Holyfield sem sá fyrrnefndi vann þann 20. desember síðastliðinn.

Valuev varði WBA-heimsmeistaratign sína með sigri á stigum en tveir af þrír dómurum viðureignarinnar dæmdu Valuev í hag. Sá þriðji var jafn í stigagjöf sinni.

Sambandið hefur skipað dómaranefnd sem mun skoða bardagann á myndbandi. Ekkert annað er gefið upp, nema að niðurstöðu sé að vænta á næstu vikum.

Sjálfur sagði Holyfield eftir bardagann að hann hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum með frammistöðu sína, þó svo að dómarar hafi verið honum ósammála.

Holyfield er 46 ára gamall og ætlaði sér að verða elsti handhafi heimsmeistaratignar í þungavigt og sá fyrsti sem vinnur titilinn í fimmta skiptið.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×