Innlent

Yfirlýsing blaðamanna DV

DV
DV

Blaðamenn DV senda frá sér yfirlýsingu í tilefni skrifa Jóns Bjarka Magnússonar fyrrverandi blaðamanns DV. Þar segjast þeir vera ósérhlífnir og þjóni eingöngu sannleikanum og almenningi í heiðarlegri viðleitni til að upplýsa um málefni sem oftar en ekki brenna á þjóðinni.

Líkt og Vísir hefur greint frá upplýsti Jón Bjarki að frétt sem hann skrifaði um Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóra Landsbankans hefði verið stöðvuð. Hann segir Reyni Traustason ritstjóra DV hafa tjáð sér að háttsettir menn úti í bæ hafi ekki viljað að fréttin birtist í blaðinu.

Yfirlýsing blaðamanna DV má sjá hér að neðan:

Fyrrverandi blaðamaður DV, Jón Bjarki Magnússon, heldur því fram á vefritinu Nei, að ritstjóri DV hafi falið frétt um fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Í sömu grein hvetur hann blaðamenn til að stíga fram og segja frá ef fréttaskrif þeirra hafi sætt ritskoðun.

 

Í tilefni þessara orða vilja blaðamenn árétta nokkur atriði. Blaðamenn DV hafa aldrei þurft að þola ritskoðun í þeim fjölmörgu, og oft viðkvæmu málum, sem þeir hafa fjallað um.

 

Blaðmenn DV eru ósérhlífnir og þjóna eingöngu sannleikanum og almenningi í heiðarlegri viðleitni til að upplýsa um málefni sem oftar en ekki brenna á þjóðinni. Margoft hefur DV sýnt tilgang sinn og hollustu gagnvart lesendum sínum, og nægir að nefna þegar blaðið upplýsti almenning um skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða huldufélagið Stím ehf., auk þeirra fjölmörgu atburða sem DV hefur fjallað um að undanförnu.

Blaðamenn DV eru að engu leyti undir vilja og skoðanir eigenda DV eða hagsmunaaðila settir.

Blaðamenn DV hafa unnið heilshugar að fréttum fyrir almenning og munu gera áfram.

 

Virðingarfyllst

Blaðamenn DV

 






Tengdar fréttir

Stöðvaði ekki fréttina

Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×