Lífið

Ásdís Rán ræktar sambandið

Vísir hafði samband við Ásdísi Rán sem er stödd á Íslandi um þessar mundir ásamt fjöskyldunni. Hún er meðvituð um að sinna þarf sambandinu en hún er á leið til Bretlands ásamt eiginmanni sínum, Garðari Gunnlaugssyni, þar sem þau ætla að njóta þess að versla og slaka á.

„Við ætlum bara að eyða fríinu í faðmi fjöldskyldunnar á Íslandi þar sem við hittum hana ekki oft en stefnum einning á rómantíska jólaferð til London núna 18. desember í nokkra daga. Bara ein," svarar Ásdís Rán aðspurð út í tímann fram að áramótum. 

 

„Þar ætlum við að versla, borða góðan mat, slaka á og eiga góðan tíma saman."

Ásdís og Garðar.

Hjá mömmu á jólunum

„Á jólunum verðum við svo hjá mömmu í jólamat en við erum ekki búin að ákveða með áramótin. Ég er að vonast til að geta hitt jafnvel pabba og hans fjölskyldu líka en þau búa á Egilsstöðum." 

 

„Eins og vanalega förum við svo á nýársfögnuð og þá væntanlega á Dómó. Eftir það, 5. janúar, höldum við aftur til Búlgaríu," segir Ásdís.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.