Lífið

Mikil á­hugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum

Boði Logason skrifar
Margir vildu fá eiginhandaáritun frá þeim Audda, Steinda, Sveppa og Pétri Jóhanni.
Margir vildu fá eiginhandaáritun frá þeim Audda, Steinda, Sveppa og Pétri Jóhanni. Aðsend

Það var nóg um að vera í Kringlunni um helgina og þá sérstaklega í gær þegar að strákarnir í Alheimsdraumnum árituðu plaköt og sátu fyrir á myndum með aðdáendum.

Fyrsti þáttur af Alheimsdraumnum var sýndur á föstudagskvöld á Stöð 2 og er óhætt að segja að margir hafi beðið spenntir eftir þættinum. Þættirnir njóta mikilla vinsælda hjá yngsta aldurshópnum, og fleirum.

Síðdegis í gær voru strákarnir mættir í Kringluna þar sem aðdáendum gafst kostur á að hitta á þá og fá eiginhandaáritanir og myndir af sér með þeim. Röðin náði tugi metra á tímabili og því óhætt að segja að mikil spenna hafi verið hjá fólki að berja stjörnurnar augum.

Fyrsti þáttur var sýndur á föstudagskvöldið og var mikil eftirvænting eftir honum.Aðsend

Í þáttunum fá áhorfendur að fylgjast með þeim Audda, Steinda, Sveppa og Pétri Jóhanni ferðast um heiminn. Þeir fá alls kyns áskoranir og þurfa að leysa hinar ýmsu þrautir. Þættirnir voru teknir upp síðastliðið haust og því hafa margir beðið spenntir að sjá útkomuna.

Þættirnir eru sýndir á föstudagskvöldum á Stöð 2 og þá má einnig nálgast alla þættina úr fyrri Draumum á Stöð 2+.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.