Þegar kemur að útliti fræga fólksins er fáum hlíft í fjölmiðlum vestra. Á sama tíma og vinsældir fyrirsætanna eru að dofna ef marka má yfirlýsingar Claudiu Schiffer er fyrirsætan Cindy Crawford, tveggja barna móðir, mynduð á sólarströnd þar sem slitinn magi hennar eftir barnsburð einkennir fyrirsagnir slúðurpressunnar.

Schiffer, sem er 37 ára sagði í samtali við tímaritið Fivetonine, að fyrirsætur í dag nái engan veginn sömu hæðum og áður. Í dag eru það frekar söng- og leikkonur sem fara á forsíður tímarita.