Segir orðróm um stjórnarslit á Íslandi vegna efnahagsástands 1. júlí 2008 22:25 Robert Wade hélt erindi um fjármálakreppuna við HÍ í júní. MYND/Valli Íslandsvinurinn Robert Wade, prófessor við London School of Economics, segir sterkan orðróm á Íslandi um stjórnarslit og segir Íslendinga nú gjalda óhófs síðustu ára. Wade ritar grein sem birtist á vef breska fjármálablaðsins Financial Times í kvöld. Þar fer hann yfir ástandið á Íslandi. Hann bendir á að frá því að undirmálslánakreppan hafi skollið á hafi íslenskt efnahagslíf verið á niðurleið. Landsframleiðsla hafi minnkað um fjögur prósent á fyrsta árfsfjórðungi í samanburði við ársfjórðunginn þar á undan og þá hafi bæði hlutabréfamarkaðurinn og gengi krónunnar fallið um þriðjung frá upphafi árs. Hann bendir á mikinn viðskiptahalla síðustu tvö ár og að skammstímaskuldir hafi verið 15 sinnum meiri en gjaldeyrisforði Seðlabankans í lok síðasta árs og tvöfalt meiri en landsframleiðslan. Þá hafi eignir bankanna verið tíu sinnum meiri en landsframleiðsla í lok síðasta árs, meðal annars vegna kaupa á fyrirtækjum í Danmörku og Bretlandi. Wade rekur þennan mikla halla til einkavæðingar bankanna um síðustu aldamót en það ferli hafi tekið fljótt af. Bönkunum hafi verið komið í hendur aðila tengdum ríkisstjórnarflokkunum á þeim tíma, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, sem hafi haft takmarkaða reynslu í nútímabankaviðskiptum. Bankarnir hafi hagað sér eins og vogunarsjóðir í framhaldinu og stækkað með því að taka lán erlendis. Þá er bent á að frá aldamótum hafi fyrirtæki og heimili tekið lán eins og þau þurfi engar áhyggjur að hafa af morgundeginum en nú fáist hvergi lán og nú sé að vindast ofan af ástandinu. Wade, sem kom nýverið til landsins og hélt fyrirlestur við Háskóla Íslands, fullyrðir enn fremur að ríkisstjórnin sé í vandræðum og að orðrómur sé um að Samfylkingin hyggist hugsanlega slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og að blásið verði til nýrra kosninga. Skoðanakannanir bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi gjalda dýru verði fyrir ástandið og að Samfylkingin gæti myndað nýja ríkisstjórn einum af minni flokkunum. Það gæti þýtt breytingar á efnahagslífi Íslands þar sem horft væri meira til norræna módelsins þar sem fjármálalífið stjórnaði ekki öllu og þar sem ójafnvægi í þjóðarbúskaonum yrði tekið alvarlega. Grein Wade má nálgast hér. Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Íslandsvinurinn Robert Wade, prófessor við London School of Economics, segir sterkan orðróm á Íslandi um stjórnarslit og segir Íslendinga nú gjalda óhófs síðustu ára. Wade ritar grein sem birtist á vef breska fjármálablaðsins Financial Times í kvöld. Þar fer hann yfir ástandið á Íslandi. Hann bendir á að frá því að undirmálslánakreppan hafi skollið á hafi íslenskt efnahagslíf verið á niðurleið. Landsframleiðsla hafi minnkað um fjögur prósent á fyrsta árfsfjórðungi í samanburði við ársfjórðunginn þar á undan og þá hafi bæði hlutabréfamarkaðurinn og gengi krónunnar fallið um þriðjung frá upphafi árs. Hann bendir á mikinn viðskiptahalla síðustu tvö ár og að skammstímaskuldir hafi verið 15 sinnum meiri en gjaldeyrisforði Seðlabankans í lok síðasta árs og tvöfalt meiri en landsframleiðslan. Þá hafi eignir bankanna verið tíu sinnum meiri en landsframleiðsla í lok síðasta árs, meðal annars vegna kaupa á fyrirtækjum í Danmörku og Bretlandi. Wade rekur þennan mikla halla til einkavæðingar bankanna um síðustu aldamót en það ferli hafi tekið fljótt af. Bönkunum hafi verið komið í hendur aðila tengdum ríkisstjórnarflokkunum á þeim tíma, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, sem hafi haft takmarkaða reynslu í nútímabankaviðskiptum. Bankarnir hafi hagað sér eins og vogunarsjóðir í framhaldinu og stækkað með því að taka lán erlendis. Þá er bent á að frá aldamótum hafi fyrirtæki og heimili tekið lán eins og þau þurfi engar áhyggjur að hafa af morgundeginum en nú fáist hvergi lán og nú sé að vindast ofan af ástandinu. Wade, sem kom nýverið til landsins og hélt fyrirlestur við Háskóla Íslands, fullyrðir enn fremur að ríkisstjórnin sé í vandræðum og að orðrómur sé um að Samfylkingin hyggist hugsanlega slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og að blásið verði til nýrra kosninga. Skoðanakannanir bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi gjalda dýru verði fyrir ástandið og að Samfylkingin gæti myndað nýja ríkisstjórn einum af minni flokkunum. Það gæti þýtt breytingar á efnahagslífi Íslands þar sem horft væri meira til norræna módelsins þar sem fjármálalífið stjórnaði ekki öllu og þar sem ójafnvægi í þjóðarbúskaonum yrði tekið alvarlega. Grein Wade má nálgast hér.
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira