Viðskipti erlent

Óvæntur viðsnúningur á Wall Street

Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum.
Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum.

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum snérust óvænt úr dýfu í lítilsháttar uppsveiflu um fimmleytið að íslenskum tíma í dag. Dagurinn byrjaði á snarpri dýfu en snerist við eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá að því að á næstunni muni draga úr afskriftum banka og fjármálafyrirtækja á verðbréfasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum. Fyrirtækið sjái með öðrum orðum fram á að undirmálskreppunni ljúki á næstunni.

Samkvæmt spá Standard & Poor's er útlit fyrir að afskriftir banka og fjármálafyrirtækja á verðmæti verðbréfasafna og skuldabréfavafninga sem tengjast undirmálslánum muni nema allt að 285 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra tuttugu þúsund milljarða íslenskra króna.

Markaðurinn tóku fréttunum vel vestanhafs. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,29 prósent og Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,88 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×