Erlent

Ferðasveitin vill leita að Oliver litla

Óli Tynes skrifar

Ferðasveit dönsku ríkislögreglunnar "Rejseholdet" svokallaða hefur boðið fram aðstoð sína við leit að hinum fimm ára gamla Oliver sem var rænt í Danmörku í gær.

Ferðasveit dönsku lögreglunnar er mönnuð sérfræðingum sem ferðast á milli landshluta með allan sinn búnað til þess að aðstoða við lausn erfiðra sakamála.

Oliver er af kínverskum uppruna og yfirmaður Ferðasveitarinnar segir að það geti verið mjög erfitt að fá einhverjar upplýsingar í hinu kínverska samfélagi í Danmörku.

Ove B. Larsen segir að sérfræðingar sveitarinnar geti komið að góðu gagni þar sem reynslan sýni að það geti verið erfitt að fá já eða nei svör frá til dæmis Kínverjum.

Þar við bætist að glæpasamtök frá Asíu séu hörð í horn að taka og aginn mikill.

Lögreglan hefur enn engar vísbendingar um hverjir rændu Oliver eða hvers vegna. Foreldrar hans hafa ekki fengið neina kröfu um lausnargjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×