Erlent

Varð getulaus eftir eilíft nöldur eiginkonunnar

Ítalskur maður hefur krafið eiginkonu sína um 17 milljónir króna í skaðabætur. Ástæðan fyrir kröfunni er sú að eilíft nöldur konunnar hafi gert hann getulausan.

Maðurinn, Sergio Vinucci rekur málið fyrir dómstóli í borginni Parma. Hann hefur lagt fram læknisvottorð um að nöldrið í konunni hafi gert hann svo stressaðann að hann varð getulaus.

Sergio segir að hið eina sem kona sín geri sé að kvarta og kveina og það hafi eyðilagt manndóm sinn. Fyrir það vilji hann skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×