Tónlist

Lagahöfundur ársins

Megas

Það eru tæplega 30 ný lög eftir Megas á Frágangi og Hold er mold og flest þeirra standa vel fyrir sínu. Þau eru staðfesting á því að Megas er einn af öflugustu lagasmiðum landsins.

Snorri Helgason (Sprengjuhöllinni)

Sprengjuhöllin átti þrjú af vinsælustu lögum ársins 2007: Verum í sambandi; Glúmur og Keyrum yfir Ísland. Þau eru öll samin af Snorra Helgasyni. Frekari rökstuðningur er óþarfur.

Högni Egilsson (Hjaltalín)

Tónlistin á Sleepdrunk seasons streymir áfram eins og fljót með einstaka flúðum öðruhverju á leiðinn að fallegum óshólmum. Dægurtónlist og klassík fallast í faðma í hugvitsamlegum útsetningum á fjölbreyttum lagasmíðum Högna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×