Erlent

Telja upp að tíu

Óli Tynes skrifar
Marie Lupe Cooley.
Marie Lupe Cooley. MYND/Lögreglan í Jacksonville.

Þegar Marie Lupe Cooley sá atvinnuauglýsingi í dagblaði í Jacksonville í Florida, varð hún ofsalega reið. Starfslýsingin passaði vel við hennar starf og símanúmerið var símanúmer yfirmanns hennar og eiganda fyrirtækisins.

Cooley sem er 41. árs gömul taldi sig einn af lykilstarfsmönnum arkitektastofunnar. Hún ákvað að hefna sín. Seint á laugardagskvöld fór hún á skrifstofuna, þegar allir aðrir voru farnir heim.

Þar þurrkaði hún út úr tölvunum allar vinnuteikningar og útreikninga síðustu sjö ára. Gögnin voru metin á yfir 160 milljónir króna.

Eigandinn, Steven Hutchins, var ekki lengi að komast að því hver hafði unnið skemmdarverkið.

Enginn hafði aðgang að gögnunum nema hann sjálfur og Marie Lupe Cooley, sem hann taldi einn af lykilstarfsmönnum arkitektastofunnar.

Við þessa frétt má bæta því að auglýsingin sem Steven Hutchins setti í dagblaðið fyrir fyrirtæki eiginkonu sinnar skilaði ágætum árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×