Innlent

Móðir fórnarlambs segir Jóhannes í Kompás eiga heiður skilinn

"Þetta er bara æðislegt, ég er mjög sátt við þennan dóm," segir móðir einnar stúlkunnar sem Guðmundur Jónsson í Byrginu braut gegn.

Hún segir Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóra Kompás eiga heiður skilinn fyrir sinn þátt í málinu þar sem hann hafi svipt hulunni af því sem gerðist í Byrginu á meðan Guðmundur var þar fotrstöðumaður.

"Manni grunaði ekki að svona nokkuð gæti gerst á svona stað," segir móðirin. "Þetta fékk að viðgangast allt of lengi, en Jóhannes batt enda á það."

Hún segist fagna niðurstöðu dómsins og segir hann sanngjarnan að sínu mati.

 

Guðmundur í Byrginu í þriggja ára fangelsi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×