Móðir Byrgisstúlku gat ekki lesið dóminn vegna hryllings 9. maí 2008 19:13 Oddrún Einarsdóttir móðir stúlku sem varð fórnarlamb Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa þurft að hætta að lesa dóminn sem féll í svokölluðu Byrgismáli í dag þar sem lýsingarnar voru svo hræðilegar. Mæður stúlknanna þriggja voru í viðtali í Íslandi í dag fyrir stundu. Þær eru ekki smeykar um að Guðmundur verði sýknaður í Hæstarétti. Eins og fram hefur komið í fréttum í dag fékk Guðmundur þriggja ára dóm í Héraðsdómi Suðurlands í dag og var sakfelldur í öllum ákæruliðunum. Lögmaður Guðmundar sagði í þættinum að dómurinn væri í þyngri kantinum og skjólstæðingur sinn væri afar ósáttur við dóminn og því hafi verið ákveðið að áfrýja honum. Mæðurnar þrjár voru allar mjög sáttar með dóminn og hvetja þær fólk til þess að lesa dóminn og sérstaklega þá sem gagnrýnt hafa þær fyrir að stíga fram eins og þær hafa gert eftir að málið kom upp. „Ég þurfti að hætta að lesa þetta því mér finnst þetta svo hræðilegt. Dóttir mín var búin að segja mér frá einhverju af þessu og sýna mér myndskilaboðin í símanum, en lýsingarnar eru bara svo hræðilegar," sagði Oddrún Einarsdóttir móðir einnar stúlkunnar. Brynja Dís Vilbergsdóttir móðir annarar stúlku sagðist einnig hafa þurft að stoppa við lestur dómsins. „Ég gat lesið í gegnum þetta en var alveg ofboðslega þung á eftir," sagði Sesselja Garðarsdóttir þriðja móðirin. Þær voru sammála um að skoða þyrfti hvort stúlkurnar gætu farið í mál við ríkið vegna málsins. Þær sögðust ekki óttast að Guðmundur verði sýknaður í Hæstarétti miðað við hversu afgerandi dómur Héraðsdóms var í dag. Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að dómi verði áfrýjað Hilmar Baldursson, verjandi Guðmundar Jónssonar í Byrginu, sagði við fréttamenn eftir að dómur yfir Guðmundi var kveðinn upp að hann gerði ráð fyrir að honum yrði áfrýjað. 9. maí 2008 10:38 Guðmundur var með dýflissu í Hafnarfirði Í framburði fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu kemur fram að á heimili hans í Háholti í Hafnarfirði var dýflissa sem Guðmundur notaði þegar hann stundaði bdsm kynlíf með skjólstæðingum sínum á meðferðarheimilinu. 9. maí 2008 13:04 Guðmundur virtist hafa valið sér fórnarlömb Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. 9. maí 2008 11:14 Guðmundur í Byrginu í þriggja ára fangelsi Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í starfi sem forstöðumaður. Hann var einnig dæmdur til þess að greiða um 12 milljónir í sakarkostnað og miskabætur. Dómur var kveðinn upp fyrir stundu. 9. maí 2008 10:18 Hafði kynmök við fórnarlamb eftir að Kompásþáttur var sýndur Eitt fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa átt í kynferðissambandi tvisvar sinnum eftir að Kompásþáttur Stöðvar 2 um Byrgið var sýndur rétt fyrir jólin árið 2006. 9. maí 2008 14:33 Móðir fórnarlambs segir Jóhannes í Kompás eiga heiður skilinn "Þetta er bara æðislegt, ég er mjög sátt við þennan dóm," segir móðir einnar stúlkunnar sem Guðmundur Jónsson í Byrginu braut gegn. 9. maí 2008 10:37 Fjarstæðukenndar skýringar á Ironmaster myndbandi Guðmundur Jónsson hefur ávallt neitað því að hafa haft samræði við nokkra þeirra kvenna sem dvöldu hjá honum sem skjólstæðingar á meðferðaheimilinu Byrginu. 9. maí 2008 13:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Oddrún Einarsdóttir móðir stúlku sem varð fórnarlamb Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa þurft að hætta að lesa dóminn sem féll í svokölluðu Byrgismáli í dag þar sem lýsingarnar voru svo hræðilegar. Mæður stúlknanna þriggja voru í viðtali í Íslandi í dag fyrir stundu. Þær eru ekki smeykar um að Guðmundur verði sýknaður í Hæstarétti. Eins og fram hefur komið í fréttum í dag fékk Guðmundur þriggja ára dóm í Héraðsdómi Suðurlands í dag og var sakfelldur í öllum ákæruliðunum. Lögmaður Guðmundar sagði í þættinum að dómurinn væri í þyngri kantinum og skjólstæðingur sinn væri afar ósáttur við dóminn og því hafi verið ákveðið að áfrýja honum. Mæðurnar þrjár voru allar mjög sáttar með dóminn og hvetja þær fólk til þess að lesa dóminn og sérstaklega þá sem gagnrýnt hafa þær fyrir að stíga fram eins og þær hafa gert eftir að málið kom upp. „Ég þurfti að hætta að lesa þetta því mér finnst þetta svo hræðilegt. Dóttir mín var búin að segja mér frá einhverju af þessu og sýna mér myndskilaboðin í símanum, en lýsingarnar eru bara svo hræðilegar," sagði Oddrún Einarsdóttir móðir einnar stúlkunnar. Brynja Dís Vilbergsdóttir móðir annarar stúlku sagðist einnig hafa þurft að stoppa við lestur dómsins. „Ég gat lesið í gegnum þetta en var alveg ofboðslega þung á eftir," sagði Sesselja Garðarsdóttir þriðja móðirin. Þær voru sammála um að skoða þyrfti hvort stúlkurnar gætu farið í mál við ríkið vegna málsins. Þær sögðust ekki óttast að Guðmundur verði sýknaður í Hæstarétti miðað við hversu afgerandi dómur Héraðsdóms var í dag.
Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að dómi verði áfrýjað Hilmar Baldursson, verjandi Guðmundar Jónssonar í Byrginu, sagði við fréttamenn eftir að dómur yfir Guðmundi var kveðinn upp að hann gerði ráð fyrir að honum yrði áfrýjað. 9. maí 2008 10:38 Guðmundur var með dýflissu í Hafnarfirði Í framburði fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu kemur fram að á heimili hans í Háholti í Hafnarfirði var dýflissa sem Guðmundur notaði þegar hann stundaði bdsm kynlíf með skjólstæðingum sínum á meðferðarheimilinu. 9. maí 2008 13:04 Guðmundur virtist hafa valið sér fórnarlömb Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. 9. maí 2008 11:14 Guðmundur í Byrginu í þriggja ára fangelsi Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í starfi sem forstöðumaður. Hann var einnig dæmdur til þess að greiða um 12 milljónir í sakarkostnað og miskabætur. Dómur var kveðinn upp fyrir stundu. 9. maí 2008 10:18 Hafði kynmök við fórnarlamb eftir að Kompásþáttur var sýndur Eitt fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa átt í kynferðissambandi tvisvar sinnum eftir að Kompásþáttur Stöðvar 2 um Byrgið var sýndur rétt fyrir jólin árið 2006. 9. maí 2008 14:33 Móðir fórnarlambs segir Jóhannes í Kompás eiga heiður skilinn "Þetta er bara æðislegt, ég er mjög sátt við þennan dóm," segir móðir einnar stúlkunnar sem Guðmundur Jónsson í Byrginu braut gegn. 9. maí 2008 10:37 Fjarstæðukenndar skýringar á Ironmaster myndbandi Guðmundur Jónsson hefur ávallt neitað því að hafa haft samræði við nokkra þeirra kvenna sem dvöldu hjá honum sem skjólstæðingar á meðferðaheimilinu Byrginu. 9. maí 2008 13:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Gerir ráð fyrir að dómi verði áfrýjað Hilmar Baldursson, verjandi Guðmundar Jónssonar í Byrginu, sagði við fréttamenn eftir að dómur yfir Guðmundi var kveðinn upp að hann gerði ráð fyrir að honum yrði áfrýjað. 9. maí 2008 10:38
Guðmundur var með dýflissu í Hafnarfirði Í framburði fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu kemur fram að á heimili hans í Háholti í Hafnarfirði var dýflissa sem Guðmundur notaði þegar hann stundaði bdsm kynlíf með skjólstæðingum sínum á meðferðarheimilinu. 9. maí 2008 13:04
Guðmundur virtist hafa valið sér fórnarlömb Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. 9. maí 2008 11:14
Guðmundur í Byrginu í þriggja ára fangelsi Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í starfi sem forstöðumaður. Hann var einnig dæmdur til þess að greiða um 12 milljónir í sakarkostnað og miskabætur. Dómur var kveðinn upp fyrir stundu. 9. maí 2008 10:18
Hafði kynmök við fórnarlamb eftir að Kompásþáttur var sýndur Eitt fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa átt í kynferðissambandi tvisvar sinnum eftir að Kompásþáttur Stöðvar 2 um Byrgið var sýndur rétt fyrir jólin árið 2006. 9. maí 2008 14:33
Móðir fórnarlambs segir Jóhannes í Kompás eiga heiður skilinn "Þetta er bara æðislegt, ég er mjög sátt við þennan dóm," segir móðir einnar stúlkunnar sem Guðmundur Jónsson í Byrginu braut gegn. 9. maí 2008 10:37
Fjarstæðukenndar skýringar á Ironmaster myndbandi Guðmundur Jónsson hefur ávallt neitað því að hafa haft samræði við nokkra þeirra kvenna sem dvöldu hjá honum sem skjólstæðingar á meðferðaheimilinu Byrginu. 9. maí 2008 13:16