Sigurður nýtur stuðnings stjórnar og leikmanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júlí 2008 13:23 Sigurður Jónsson, þjálfari Djurgården. Sænska dagblaðið Expressen hélt því fram í gær að leikur Djurgården og IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni hafi verið síðasta tækifæri Sigurðar Jónssonar til að bjarga starfi sínu. Djurgården tapaði leiknum, 2-1, en gestirnir skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma. Þar með hefur Djurgården ekki unnið í sjö leikjum í röð og er liðið í áttunda sæti með átján stig, ellefu stigum á eftir toppliði Kalmar. Leikmenn eru þegar búnir að afskrifa allar vonir um meistaratitilinn. Djurgården vann síðast leik er liðið vann 3-1 sigur á þriðjudeildarliðinu Råslätt í sænsku bikarkeppninni. Það var 1. maí. Sigurður mun þó þjálfa liðið áfram, segir Bosse Lundquist, einn forráðamanna félagsins. „Ég get ekki séð að þjálfararnir hafi gert nein mistök," sagði hann. „Vissulega er pressa á liðinu en ég held að liðið hafi tekið framförum. Við erum að spila betur, jafnvel þótt við töpum." Hann segir einnig í samtali við Aftonbladet að hann sé þess fullviss að Sigurður og Paul Lindholm, aðstoðarmaður hans, verði við stjórnvölinn út leiktíðina. „Algjörlega. Ég sé enga aðra möguleika í stöðunni. Þetta er ekki þeim að kenna. Þeir hafa staðið sig mjög vel." Leikmenn tóku í svipaðan streng. „Þjálfararnir hafa unnið mjög gott starf og njóta míns stuðnings," sagði bakvörðurinn Lance Davies. Sjálfur sagði Sigurður að hann hugsaði um ekkert annað en næsta leik. „Það kemur mér ekki við hversu mörgum leikjum í röð við höfum tapað. Ég hugsa bara um næsta leik og ætla að gera allt til að vinna hann. Ég set pressu á mig sjálfur og vill ekkert frekar en að Djurgården gangi vel. Ég elska Djurgården og ég veit að vendipunkturinn er skammt undan." Stuðningsmenn Djurgården eru þó allt annað en ánægðir með störf Sigurðar og Lindholm. Þeir gerðu aðsúg að varamannaskýli liðsins í gær eftir að Gautaborg komst yfir og létu ókvæðisorð rigna yfir þá. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Sænska dagblaðið Expressen hélt því fram í gær að leikur Djurgården og IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni hafi verið síðasta tækifæri Sigurðar Jónssonar til að bjarga starfi sínu. Djurgården tapaði leiknum, 2-1, en gestirnir skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma. Þar með hefur Djurgården ekki unnið í sjö leikjum í röð og er liðið í áttunda sæti með átján stig, ellefu stigum á eftir toppliði Kalmar. Leikmenn eru þegar búnir að afskrifa allar vonir um meistaratitilinn. Djurgården vann síðast leik er liðið vann 3-1 sigur á þriðjudeildarliðinu Råslätt í sænsku bikarkeppninni. Það var 1. maí. Sigurður mun þó þjálfa liðið áfram, segir Bosse Lundquist, einn forráðamanna félagsins. „Ég get ekki séð að þjálfararnir hafi gert nein mistök," sagði hann. „Vissulega er pressa á liðinu en ég held að liðið hafi tekið framförum. Við erum að spila betur, jafnvel þótt við töpum." Hann segir einnig í samtali við Aftonbladet að hann sé þess fullviss að Sigurður og Paul Lindholm, aðstoðarmaður hans, verði við stjórnvölinn út leiktíðina. „Algjörlega. Ég sé enga aðra möguleika í stöðunni. Þetta er ekki þeim að kenna. Þeir hafa staðið sig mjög vel." Leikmenn tóku í svipaðan streng. „Þjálfararnir hafa unnið mjög gott starf og njóta míns stuðnings," sagði bakvörðurinn Lance Davies. Sjálfur sagði Sigurður að hann hugsaði um ekkert annað en næsta leik. „Það kemur mér ekki við hversu mörgum leikjum í röð við höfum tapað. Ég hugsa bara um næsta leik og ætla að gera allt til að vinna hann. Ég set pressu á mig sjálfur og vill ekkert frekar en að Djurgården gangi vel. Ég elska Djurgården og ég veit að vendipunkturinn er skammt undan." Stuðningsmenn Djurgården eru þó allt annað en ánægðir með störf Sigurðar og Lindholm. Þeir gerðu aðsúg að varamannaskýli liðsins í gær eftir að Gautaborg komst yfir og létu ókvæðisorð rigna yfir þá.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira