Innlent

Búið að finna eiganda hvolpsins

Lögreglan á suðurnesjum er búin að finna eiganda hvolpsins sem fannst í hrauni við Kúagerði skammt frá veginum þar sem keyrt er að Keili. Málið verður rannsakað enn frekar. Dýralæknir sem annaðist hvolpinn segir hann á góðum batavegi og muni jafna sig að fullu.

Hvolpurinn sem grafinn var lifandi fannst af fólki sem var að viðra hundana sína á svæðinu. Í kjölfarið hóf lögreglan leit að eiganda hundsins og bárust fjölmargar vísbendingar í kjölfar frétta af málinu.

Þakkar lögreglan fyrir þær upplýsingar sem hafa borist og segir fjölmarga hafa hringt. Málið verður rannsakað frekar.


Tengdar fréttir

Hringurinn farinn að þrengjast um hundaníðinginn

Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki haft uppi á eiganda hvolpsins sem fannst grafinn lifandi í gærmorgun. Fjölmargir hafa hringt og nokkrar vísbendingar hafa borist vegna málsins. Fólki blöskrar meferðin á hvolpinum sem dýralæknir telur að muni ná sér.

Grófu hund lifandi við Kúagerði

Í hádeginu í dag barst lögreglunni tilkynning um hund sem hefði fundist í hrauninu skammt frá Kúagerði, þar sem ekið er í áttina að Keili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×