Lífið

Ég átti hvorki að sjást né heyrast með Tom, segir Nicole

Nicole Kidman og Tom Cruise.
Nicole Kidman og Tom Cruise.

Leikkonan Nicole Kidman ræðir opinskátt um samband hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar, leikarans Tom Cruise, í nýjasta hefti Glamour tímaritsins.

Nicole segist hafa lifað í skugga fyrrverandi eiginmanns síns því hennar starf var að líta vel út en hvorki sjást né heyrast.

Forsíða Glamour.

,,Mér leið alltaf þannig að ég ætti ekki skilið að vera á þeim stað sem ég var stödd. Kvikmyndirnar sem ég lék í voru lélegar að mínu mati og þess vegna var mitt hlutverk að styðja Tom og standa við hlið hans," segir Nicole.

Tom og Nicole ættleiddu tvö ungabörn, Isabellu, sem er 15 ára, og Connor, 13 ára, á meðan þau voru hamingjusamlega gift. Hjónabandið stóð yfir í 10 ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.