Viðskipti innlent

Glitnir ræður nýja forstöðumenn í Suður - Ameríku

Vicente Perez
Vicente Perez

Glitnir hefur ráðið tvo nýja forstöðumenn fyrir markaðsstarfið í Chile og Peru með aðsetur í höfuðborgunum Santiago og Lima. Með þessu styrkir bankinn alþjóðlegt viðskiptanet sitt innan alþjóðlegs sjávarútvegs enn frekar.

Wilfredo Cáceres, fyrrum stjórnarformaður Copeince ASA er nýr forstöðumaður Glitnis í Perú. Vicente Perez kemur til liðs við Glitni sem forstöðumaður í Chile en hann var áður framkvæmdastjóri Congelados Pacifico S.A. Í fréttatilkynningu frá Glitni segir að bankinn vinni nú að því að fá starfsleyfi fyrir skrifstofu á þessum svæðum. Hyggst bankinn styrkja þjónustu við viðskiptivini bankans innan sjávarútvegs og endurnýtanlegrar orku.

„Við erum mjög ánægð með að hafa fengið Vicente og Wilfredo til liðs við okkur og teljum það til vitnis um styrkleika bankans að fá menn með þeirra reynslu og sérsþekkingu til starfa hjá okkur. Aðkoma þeirra mun ekki aðeins færa okkur ný viðskiptatækifæri í Suður Ameríku heldur einnig á öðrum markaðssvæðum þar sem við getum nú enn betur þjónustað þau fyrirtæki í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu sem hafa áhuga á að fjárfesta í Rómönsku Ameríku, "segir Jón Garðar Guðmundsson framkvæmdastjóri Glitnis í Asíu og Rómönsku Ameríku í tilkynningu frá Glitni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×