Erlent

Ísland sendir ferlega fýlu yfir Lundúni

Úff. Fjárans Íslendingar.
Úff. Fjárans Íslendingar.

Þúsundir Lundúnabúa hafa í dag hringt í veðurstofuna, lögregluna, almannavarnir og fjölmiðla til þess að kvarta undan viðbjóðslegri ólykt sem leggur yfir höfuðborgina. Henni er lýst sem samblandi af saur og metani með málmkenndri iðnaðarfýlu bætt við.

Veðurstofan segir að vegna mikillar stillu á meginlandinu hafi allskonar óþverri stigið til himins  í stað þess að dreifast, yfir Þýskalandi, Belgíu og Hollandi. Svo kom loksins austanátt (auðvitað vegna háþrýstisvæðis yfir Íslandi) og bar óþverrann yfir sundið til Bretlands.

Veðurstofan bætir því við að Lundúnabúar verði að lifa við þessa sendingu frá Íslandi nokkra næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×