Erlent

Vilja sækja sýni úr smástirnum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ímyndaður árekstur smástirnis.
Ímyndaður árekstur smástirnis.

Hópur breskra vísindamanna vinnur nú hörðum höndum að því að þróa áætlun um það hvernig megi senda ómannað geimfar eftir sýnum úr smástirnum.

Það er Evrópska geimferðastofnunin sem stendur að baki verkefninu og er stefnt að því að framkvæma slíkan leiðangur á næsta áratug. Verkefnið gengur undir nafninu Marco Polo og er liður í því að auka skilning vísindamanna á sólkerfinu okkar og efnislegri samsetningu þess. Ætlunin er að velja lítið smástirni, innan við kílómetra í þvermál, og senda eftir sýnum úr því, hvort tveggja af yfirborðinu og undan því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×