Tónlist

Dylan túrar Evrópu

Bob Dylan er á leiðinni í umfangsmikla tónleikaferð um Evrópu.
Bob Dylan er á leiðinni í umfangsmikla tónleikaferð um Evrópu.
Meistari Bob Dylan heldur áfram linnulausu tónleikaferðalagi sínu. Næst ætlar hann í umfangsmikið tónleikaferðalag um Evrópu sem hefst í Svíþjóð í mars. Einnig spilar hann í Noregi, Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi og í Bretlandi.

Ísland er ekki á dagskránni í þetta sinn, enda stutt síðan hann hélt eftirminnilega tónleika í nýju Laugardalshöllinni í maí síðastliðnum.

Dylan er þekktur fyrir stíft tónleikahald. Síðasta áratug og það sem af er þessum hefur hann spilað á rúmlega hundrað tónleikum á ári, sem er einstakur árangur miðað við það hversu lengi hann hefur verið í bransanum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×