Innlent

Fangelsismálastofnun leyfir Ágústi að ganga á guðs vegum

Andri Ólafsson skrifar
Ágúst Magnússon
Ágúst Magnússon

Ágúst Magnússon er enn á reynslulausn og þarf því sérstakt leyfi frá fangelsismálayfirvöldum til þess að sækja biblíuskólann í Uppsölum.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag flutti Ágúst til Svíþjóðar skömmu eftir að hann losnaði úr fangelsi en þar hafði hann setið vegna dóms sem hann fékk fyrir að níðast á fimm drengjum.

Í Svíþjóð hóf Ágúst nám við biblíuskóla Livets Ord safnaðarins.

Enginn heimavist er í skólanum og hefur Ágúst leigt íbúð með fjórum mönnum undandarið.

Það fyrirkomulag hefur hins vegar verið til bráðabirgða og samkvæmt upplýsinum Vísis hefur Ágúst ákveðið að taka á leigu herbergi á heimili hjóna með tvö börn.

Hjónin eru meðlimir í Livets Ord söfnuðinum en safnaðarmeðlimum hefur ekki verið greint frá bakgrunni Ágústs á Íslandi. Ágúst óskaði eftir því við skólastjóra biblíuskólans að öllum upplýsingum um brot hans gegn börnum á Íslandi yrði haldið leyndum fyrir safnarmeðlimum.

Sem fyrr segir er dvöl Ágústs í Uppsölum háð leyfi fangelsisyfirvalda á meðan hann er enn á reynslulausn.

Samkvæmt heimdildum Vísis fær Ágúst þetta leyfi að uppfylltum ströngum skilyrðum fangelsismálastofnunnar. Vísir hefur til að mynda þær upplýsingar að Ágúst þurfi að fljúga heim til Íslands oftar en einu sinni á mánuði til þess að hitta sérfræðinga sem fylgjast með framgangi hans.

Sinni Ágúst ekki þessum skilyrðum er litið svo á að hann hafi brotið gegn skilmálum um reynslulausn. Hann mun því þurfa að ljúka afplánun sinni í fangelsi.

Sérfræðingarnir sem Ágúst þarf að hitta eru félagfræðingar, sálfræðingar og læknar. Þeir hafa ekki haft samband við Staffan Moberg, skólastjóra Livets Ord biblíuskólans, til þess að fá upplýsingar um gang mála hjá Ágústi í Uppsölum.

Staffan ræddi við Vísi í morgun um mál Ágústs.

Páll Winkel fangelsismálastjóri sagðist í samtali við Vísi í hádeginu ekki geta rætt málefni skjólstæðinga fangelsismálastofnunnar opinberlega.






Tengdar fréttir

Barnaníðingur í biblíuskóla

Ágúst Magnússon, sem nýlega losnaði úr fangelsi eftir fimm ára fangelsisdóm sem hann fékk fyrir kynferðisbrot gegn sex drengjum, hefur hafið nám við Livets Ord biblíuskólann í Uppsölum í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×