Í nótt fór fram einn leikur í úrslitakeppni NBA deildarinnar. Utah Jazz vann heimasigur á LA Lakers 104-99. Carlos Boozer átti stórleik hjá Utah en hann skoraði 27 stig, tók 20 fráköst og átti 3 stoðsendingar.
Hjá Lakers var Kobe Bryant stigahæstur með 34 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst. Með sigrinum í nótt minnkaði Utah muninn í einvíginu í 2-1 en Los Angeles vann tvo fyrstu leikina á heimavelli sínum.
Utah minnkaði muninn
