Íslenski boltinn

Dóra María best í lokaumferðunum

Dóra María Lárusdóttir hjá Val var í dag útnefnd besti leikmaður umferða 13-18 í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu.

Dóra María var einnig kjörin besti leikmaðurinn í fyrstu sex umferðum mótsins enda gegndi hún lykilhlutverki í liði Íslandsmeistara Vals.

Elísabet Gunnarsdóttir var kjörinn besti þjálfari umferðanna og þá fengu stuðningsmenn Þórs/KA viðurkenningu sem bestu stuðningsmennirnir.

Þá var úrvalslið lokaumferðanna valið í dag og það er skipað eftirtöldum leikmönnum.

Markvörður: María Ágústsdóttir, KR

Varnarmenn: Ásta Árnadóttir, Val - Guðrún Gunnarsdóttir, KR - Katrín Jónsdóttir, Val.

Miðjumenn: Dóra María Lárusdóttir, Val - Edda Garðarsdóttir, KR - Sopie Mundy, Val - Hólmfríður Magnúsdóttir, KR.

Framherjar: Margrét Lára Viðarsdóttir, Val - Rakel Hönnudóttir, Val - Mateja Zver, Þór/KA.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×