Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bankastjórnin ákvað fyrir stundu að halda stýrivöxtum óbreyttum.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bankastjórnin ákvað fyrir stundu að halda stýrivöxtum óbreyttum. Mynd/AP
Bandaríski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í tveimur prósentum. Þetta er nokkuð í takt við væntingar þótt talið hafi verið undir það síðasta að gjaldþrotabeiðni bandaríska fjárfestingabankans og erfiðari aðstæður á lausafjármörkuðum myndu leiða til þess að bankinn lækkaði vextina lítillega. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar fyrir ákvörðuninni segir að verðbólguþrýstingur sé enn í bandaríska hagkerfinu og geti sú þróun dregið mjög úr einkaneyslu þar í landi. Gangi það eftir dregur úr hagvexti vestanhafs Þá bætir Bloomberg-fréttastofan því við að seðlabankinn hofi einkum til aðstæðna á húsnæðismarkaði, til erfiðara aðgengis að lánsfé og hættunnar á samdrætti í útflutningi. Samdráttur í þessu geirum geti komið illa niður á hagvexti í Bandaríkjunum. Þá hefur Bloomberg sömuleiðis eftir greinendum, að hefði seðlabankinn lækkað stýrivexti hefði það verið vísbendingar um að óróleiki á fjármálamörkuðum muni halda áfram og teldi bankinn að afleiðingar yrðu eftir því enn verri en þær eru nú þegar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×